Undur

Útgáfa og miðlun

Siðmenningin leið undir lok. Aldir hafa liðið. Á einangraðri eyju sem eitt sinn hét Ísland ríkir varanlegur vetur, mannskæðir frostbyljir bresta daglega á og enginn kemst burt. Fortíðin hefur fallið í gleymsku og frumstæð ættbálkasamfélög draga fram lífið við nær ómögulegar aðstæður.

Sagnaþulirnir Tara og Breki sjá vonarglætu þegar þau hitta fyrir Maríu, fullstarfandi vélkonu sem grafist hafði undir rústum í fyrndinni en er nú fangi þeirra sem fundu hana. Botnlaus þekking hennar gæti komið lífsbaráttu fólks á réttan kjöl og jafnvel leitt til þess að leið fyndist yfir hafísinn. Í skjóli nætur bjarga sagnaþulirnir vélkonunni en í kjölfarið hefst flótti yfir vetrarríki þar sem aðeins eitt lögmál virðist gilda; að komast af, sama hvað það kostar.

Emil Hjörvar Petersen er verðlaunahöfundur. Eftir hann liggja verk á borð við Víghóla, Dauðaleit, Hælið og Sögu eftirlifenda.

Vefnámskeið Undurs

  • Fantasíu- og hrollvekjuskrif.
  • Frá hugmynd að veruleika.
  • Hindranir og áskoranir tæklaðar.
  • Engin hugmynd er fjarstæðukennd.

UNDUR


Skráðu þig á póstlista